Select Page

Handverksbarinn Askur Taproom var stofnaður árið 2018. Staðsettur í sama rými og í samstarfi við Austra Brugghús bjóðum við upp á handverksbjór á 6 krönum. Einnig bjóðum við upp á ýmsa aðra drykki svo flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hægt er að spila pílu á staðnum og einnig er fjöldin allur af borðspilum og öðrum leikjum.

Askur Taproom hentar þeim sem vilja njóta góðra veiga í afslöppuðu umhverfi sem og þeim sem vilja sletta úr klaufunum þegar dimma tekur um helgar.